Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Wednesday, September 06, 2006

Grín og tónlist

Sem mikill áhugamaður um grín, hvað sem hæfileikum á því sviði líður, hef ég ákveðið að kanna eins marga grínklúbba og ég get hér í borg. Um auðugan garð er að gresja og google auðveldaði að sjálfsögðu leitna, birti kort af helstu klúbbum í New York ásamt stjörnugjöf og fleiru.

En ég fór sem sagt á fyrsta klúbbinn núna um helgina. Það var Grínkjallarinn, eða Comedy Cellar, sem varð fyrir valinu. Það var eiginlega vegna þess að ég hafði farið þangað einu sinni áður með Óla bróður, greiningar-Gvara og fleirum, sem túristi, áður en ég varð innfæddur New York búi. Kjallarinn sveik ekki, var nokkuð góður þótt mér hafi nú reyndar fundist fyrra skiptið betra. Fullmikið var af “auðveldu djókunum”, þ.e. kynlíf, kynþættir og almennt nóg af blótsyrðum, en samt eitthvað af góðu gríni þar sem “ekkert” var krufið til mergjar að hætti meistara Seinfelds. Einn niður, haugur eftir.

Síðan fór ég á tónleika með Ben Harper í gær með Signýju, Maríu og Brynjólfi og fleirum. Þeir voru haldnir í Central Park í ausandi rigningu og myndaðist ágætisútihátíðarstemmning. Annars voru þessi fyrstu kynni mín af Ben bara nokkuð góð, ágætismelódíurokkari.

Þar til seinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home