Myndasíðan opnar!
Vegna fjölda áskorana og 1100 undirskrifta hvaðanæva að í Suðurlandskjördæmi hefur verið ákveðið að bjarni.com færi út starfsemi sína og birti ekki aðeins þjóðmálaumræðu og skemmtiefni í máli heldur mun bjarni.com jafnframt leitast við að birta myndir til þess að glæða pistla síðunnar lífi og sannleiksgildi.
Engu verður lofað varðandi uppfærslu myndasíðunnar og allar líkur eru á að þær verði ekki mjög tíðar. Reynt verður þó að bæta við myndum þegar þær berast ritstjórn.
Þar sem Rabbi hefur verið mun örari á myndavélinni er mjög stór hluti New York myndanna úr hans smiðju kominn og eru þær hér birtar með fullu samþykki þess góða drengs. Bjarni.com þakkar samstarfsviljann og bendir áfram á síðu Rafns í hlekk hér til hliðar þar sem finna má fjölmargar fleiri myndir.
2 Comments:
Mér þykir vanta lýsar á þessu fólki sem er á myndunum með þér. Maria, Oya, Igor, Swab,Yori? Hvaðan kemur þetta fólk?
Er þetta e-r hlaupahópur sem þú ert búinn að koma þér upp þarna í Nýju Amsterdam.
Þetta er allt non-bandarískt fólk sem er í Columbia.
Mariu, Oyu, Igor og Swab kynntist ég í gegnum alls konar atburði á vegum aljþjóðaskrifstofunnar hérna í Columbia.
Yori kynntist ég síðan í vor þegar við vorum báðir að heimsækja Columbia. Hann er fyrrum keppnishjólreiðamaður og er sá eini sem ég hef eitthvað verið að hlaupa með, fyrir utan Rabba.
Post a Comment
<< Home