Íslendingavika
Síðan ég birti síðast hef ég aðallega verið að læra og hanga með Íslendingum.
Á föstudaginn fyrir viku var fyrsti mánaðarlegi fundur Viskíklúbbsins á Columbiasvæðinu. Þetta er í grunnatriðum hópur íslenskra karlmanna á svæðinu sem vilja menntast um viskí og spila póker samhliða menntuninni. Mjög góð og mikilsverð hugmynd og fyrstu kynni mín voru mjög jákvæð, þrátt fyrir að vera lítill viskímaður, enn sem komið er a.m.k. Meðlimir sem einhverjir gætu kannast við eru fyrir utan mig og Rabba Magnús bróðir, Brynjólfur Stefánsson, Úlf Nielsen Herdísarmaður og Freyr Hermannsson Þórissonar.
Síðan um laugardagskvöldið fór ég reyndar líka stuttlega út með klassíska hópnum, Igor, Pascal, Oyu og Mariu, og reyndar hinum kanadíska Jeremy. Ekki mikið um það að segja.
Síðasta fimmtudag hélt Rabbi síðan upp á afmæli móður sinnar samhliða því að fagna innflutningi í nýja íbúð. Það var hin ágætasta Íslendingasamkoma.
Í dag setti ég persónulegt met í hlaupavegalengd er ég lagði rúmlega 25 þúsund metra að baki á rúmlega tveimur og hálfri klukkustund. Síðan var Gummi hennar Brynju í bænum þessa helgi þannig að ég fór út að borða með þeim og hitti vini þeirra úr Cornell.
Það mætti sjá ákveðið mynstur í því að hanga með Íslendingum. Kannski ætti maður að fara að leggja meiri áherslu á að kynnast nýju (útlensku) fólki. En hvað um það, aðalatriðið er að njóta þess tíma sem maður hefur utan skóla og hlaupa.
Annars eru núna 4 vikur í hlaupið mikla þannig að hlaupametnaður er í algleymingi, verið er að besta hinar ýmsu hliðar hlaupanna. Ég er að prófa mig áfram með orkugel og er að byggja besta mögulega lagalista fyrir hlaupið, til þess að hámarka árangur. Vonandi skilar þessi undirbúningur árangri, og umfram allt: Vonandi dríf ég í mark.
2 Comments:
Go Bjarni! Og myndasíðan er líka gott framtak.
Bestu kveðjur til MÞT, GMS og BVM
Tinna frænka
Gangi þér rosalega vel í hlaupinu.
Post a Comment
<< Home