Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Friday, November 10, 2006

Post-Marathon vika og fyrsta Celebrity Sighting!

Nú er góð vika á enda komin. Eftir að hafa legið í skotgröfunum yfir prófum, verkefnum og maraþoni gafst loks tími til að anda léttar. Eftir maraþonið var lífið tekið létt enda fullta af vinum að skemmta sér með. Við fórum fínt út að borða og könnuðum hversu tryllt næturlíf New York borgar er á mánudags- og þriðjudagskvöldum. Síðan fórum við á Comedy Cellar þar sem var tekið maraþonsessjón (góður orðaleikur) með 10 grínistum í röð. Að vanda voru flestir góður en 2-3 læddust inn á milli sem hefðu betur sleppt því að mæta.

Amma mætti svo á svæðið með lambalæri og appolo-lakkrís sem var vel þegið.

Núna var ég svo að koma heim af heimildarmyndinni um hinn Kazakstanska Borat Sagdiyev. Það er nú ekki mikið að segja um hann, fólk þekkir hann. En það var gaman að sjá hvernig salurinn brást við því sem hann var að gera. En rúsínan í pylsuendanum var fyrsta fræga manneskjan sem ég hef séð hérna í New York. Og það var ekkert smástirni eins og Biff Henderson sem Bjössi og Elli sögðust hafa séð. Nei, það var hin smágerða, spænskættaða þokkagyðja Penelope Cruz sem skellti sér í bíó á föstudagskvöldi. Hún var litlu ljótari í eigin persónu en á hvíta tjaldinu en vinkonur hennar tvær voru nú ekki upp á marga fiska, voru meira svona tvær stelpur úr hverfinu.

Meira var það ekki að sinni.

4 Comments:

At 2:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Mig langaði til að óska þér til hamingju með Maraþonið. Þetta er aðdáunarvert á þrjá vegu. Í fyrsta lagi að ná að klára heilt maraþon. Í öðru lagi að hafa viljastyrkinn til að gefa upp ákveðinn sukklífstíl og bara almennt stunda heilbrigt líferni til að ná settu markmiði. Nú og svo í þriðja lagi að nenna að hlaupa í 4 og 1/2 tíma. Mér persónulega finnst eitthvað það leiðinlegasta í heiminum að hlaupa og því þykir mér þriðja lagið vera það merkilegasta.

 
At 2:53 PM, Blogger Bjarni Kristinn said...

Mér fannst líka það leiðinlegasta í heimi að hlaupa áður en ég byrjaði a þjálfa fyrir þessa vitleysu. Það hefur hins vegar breyst. Núna finnst mér fínt að hlaupa í 1-1,5 klst með múzík í eyrunum. Sérstaklega í góðu veðri eins og hefur verið megnið af dvöl minni hér í New York.

Líka, þegar maður er vanur því að sitja inni og diffra, tegra og eitthvað þaðan af verra 15 tíma á dag er grípur maður tækifærið fegins hendi að fara út í góða veðrið með þá góðu afsökun að þurfa að hlaupa.

 
At 6:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Það hefur nú ekki verið sannað á fullnægjandi hátt að Bjarni hafi klárað þetta hlaup. Alla vega er ég ennþá að bíða eftir póstinum sem staðfesti komu hans yfir endalínuna.

 
At 7:19 PM, Blogger Bjarni Kristinn said...

Efasemdamenn geta farið á nycmarathon.com og séð opinbera tíma. Smella á "Results" í efstu linka-línunni. Svo slá inn Bjarni og þá ætti efinn að hverfa eins og dögg fyrir sólu.

 

Post a Comment

<< Home