Aftur í Stóra Eplinu
Nú er ég aftur kominn til New York eftir rúmlega þriggja vikna stórgott frí á Íslandi. Eftir gleði, gaman, sukk og svínarí á Stormskerinu er víst aftur komið að náminu.
Ég skellti mér strax á fyrsta degi niður í bæ í verslunarhugleiðingum. Ég fór beint niður á Times Square þar sem ég fékk strax skammt af New York. Á lestarstöðinni sat kona og spilaði á sög með fiðluboga. Gaman að því þótt maður hefði nú lítinn áhuga á að eiga svona á plötu. Síðan fór ég í Virgin Megastore þar sem ég sá þéttvaxinn “bróður” stíga dans út um alla verslun. Dansinn hafði nú ekki mikil áhrif á mig en megn svitalyktin af kauða olli því að ég hélt alltaf um 5 metra fjarlægð milli mín og hans. Á röltinu frá Tímatorginu sá ég svo öllu hæfileikaríkari rytmalistamann en sá var vopnaður ýmsum prikum, málningafötum og öðrum ílátum og framdi hið fínasta stomp við nokkuð góðar undirtektir nærstaddra. Alltaf gaman að góðum götulistamönnum.
Annars hefst skólinn á miðvikudag og þá fer allt á fullt.
1 Comments:
Sælir,
Takk fyrir síðast.
hvað er e-mailið þitt?
Jói ÁRna
Post a Comment
<< Home