Fyrsta dagarnir og fyrsta djammið
Hélt áfram að sjá áhugavert mannlíf í bænum. Í þetta skiptið var það grimmdarlegur maður sem var að búinn að sérhæfa sig í krákuhljóðum af ýmsu tagi. Hann stóð sig sérlega vel, náði að tjá hin ýmsu hughrif krákunnar með fádæma tilbrigðum.
Annars hafa fyrstu dagar New York verunnar einkennst af öllu nema námi, hver þarf enda nám? Á fyrstu dögunum er lögð áhersla á að massa gymmið. Lykilatriði að skafa af sér jólasteikurnar og meðfylgjandi öl. Fyrr en varir verður maður orðinn vöðvafjall með fituhlutfall undir 5% og má ekki smeygja sér í þröngan bol án þess að þurfa að berja af sér æsta ungpíuhópa. Heimadæmin eru samt að byrja að hrannast upp og því er eins gott að tvíhöfðinn verði byggður upp sem fyrst!
Í það heila byrjar endurkoman bara vel. Fyrstu tvær vikurnar á Íslandi voru líka frábærar þannig að ég leyfi mér að taka svolítið djúpt í árinni og segi bara eins og Kevin Federline: “Árið 2007 hefur bara byrjað alveg frábærlega hjá mér.” Vonandi verður áframhald á því.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home