Körfubolti
Á þriðjudaginn fór ég sem sagt með Magnúsi bróður á New Jersey Nets vs. San Antonio Spurs í New Jersey. Ég hef farið á einn annan NBA-leik áður, á Knicks-leik síðasta vor. Báðir þessir leikir báru þess sterk merki að heimaliðið sem ég varð auðvitað að styðja gat ekki blautan. New Jersey er reyndar enn í einhverjum séns á að komast í úrslitakeppnina en hann virðist ekki mikill. San Antonio labbaði yfir þá í öðrum leikhluta og hélt síðan 20 stiga mun út leikinn og þegar ég segi labba þá meina ég labba. Það voru engin átök í þessu, þetta var bara hægt og rólegt og menn leggja sig greinilega ekki 100% í alla leiki.
Síðan var stjörnuhelgin núna að líða. Hún var haldin í Las Vegas þetta skiptið og hún fer þannig fram að á föstudegi er nýliðaleikur, milli bestu nýliða austur- og vesturdeildarinnar. Daginn eftir eru svo hæfileikakeppnirnar þar sem ber hæst þriggjastiga- og troðslukeppnina. Reyndar var núna óvenjuleg keppni þar sem gamli refurinn og núverandi vínarbrauð, Charles Barkley, fór í kapphlaup við 67 ára gamlan dómara og marði sigur. Það er alltaf gaman að troðslukeppninni, sjá hvað mönnum dettur í hug en vandinn er samt bara sá að það er búið að gera flest og lítið nýtt að sjá. Þess vegna fannst mér eiginleg þriggjastigakeppnin skemmtilegri, hún er hröð, mikill metnaður og menn eru að gera sitt allra besta. Á sunndeginum er svo stjörnuleikurinn sjálfur þar sem allir bestu leikmenn austurs og vesturs mæta. Þetta er óttalegur súkkulaðikúluleikur þar sem enginn spilar vörn og öllum finnst allt voðafyndið og menn eiga bara að troða sem mest. Leikurinn fór enda 153-132 og það var bara ekkert varið í hann. Það er ekkert mál að troða og eitthvað ef maður er 2,10 metrar og það er enginn að reyna að stoppa mann. Þetta er svona eins og að horfa á fyrirgjafaleik í fótbolta, algjört fret. Það var reyndar gaman að sjá gamlar troðslur úr alvöru leikjum endursýndar, sem er líka highlight síðustu 50 ára.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta hægur leikur og menn spila allt of marga leiki yfir tímabilið þannig að það leggur sig enginn alveg í þetta. Síðan gengur körfubolti náttúrulega umfram allt út á það að vera stór og samkeppnin er í sjálfu sér ekki mikil þar sem búið er að sía út svo stóran hluta þjóðarinnar sem er undir tveimur metrum. Annað en til dæmist í fótbolta þar sem meira og minna hver einasti maður fittar inn í kríteríuna ef svo má segja. Úrslitakeppnin á það reyndar til að vera skemmtileg, þegar menn eru farnir að gefa sig alla í leikinn. Þannig að kannski kíkir maður á það þegar vora tekur.
Síðan fór ég í partý til Jóa Wiium sem var að klára einhver próf í sínu námi á föstudeginum. Það var fínt geim sem teygði sig vel inn í nóttina. Annars eru núna midterms að fara að detta inn þannig að það gæti farið svo að maður verði rólegri næstu vikurnar en ella. En enginn veit hvað framtiðin ber í skauti sér fyrr en öll er nema þótt síður sé þannig að við sjáum hvað setur um síðir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home