Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Tuesday, February 06, 2007

Síðasta vikan

Ég hef verið duglegur við að reyna að njóta Nýju Jórvíkur síðustu dagana. Eftir að hafa skilað af mér skiladæmum á fimmtudagskvöldið síðasta var Happy Hour tekinn. Ég náði nú reyndar bara rétt í rassinn á ókeypis bjórnum en Rabbi hafði þá verið iðinn við kolann og innbyrt á við tvo þannig að eftir að okkur var hent út úr business skólanum lá leiðin á local pöbbana þar sem ég reyndi að ná upp forskotinu sem Rabbi hafði. Ég náði því nú aldrei en náði samt marktæktri ölvun. Hins vegar voru hverfisbúllurnar ekki jafnheillandi og tveimur vikum fyrr. Það virðist sem upphafsannartryllingurinn sé runninn af college-píunum.

Kvöldið eftir fórum við ásamt íslensku pari á ágæta tónleika þar sem stærsta nafnið var Chris Garneau sem fæstir kannast væntanlega við. Garneau var ágætur þrátt fyrir að vera þveröfugur, mjög róleg píanó-ballöðu-tónlist sem sumum fyndist kannski fullmikið væl. En í það heila fínir tónleikar og fínt kvöld.

Laugardagskvöldið var rólyndismatur með nokkrum Íslendingum og svo nokkrir öllarar.

Sunnudagskvöldið var síðan stærsti hátíðardagur Bandaríkjanna á eftir Þakkargjörðinni, það er Super Bowl. Brynja Sig er greinilega með mikil sambönd í Harlem því hún kom okkur í rosapartý í því ágæta hverfi. Þar komum við inn í þokkalega stóra íbúð með þremur sjónvörpum, þar af tveimur 40+ tommu plasmadjöflum. Í það heila hafa líklega komið um 50-70 manns og við vorum svona 5 hvít! Restin var locallinn úr Harlem, blanda af svörtum og hispanics. Mjög sérstakt að vera allt í einu orðinn svona rosalegur minnihlutahópur og mjög gaman að sjá alvöru tjáningu ólíkt því sem þekkist hjá hvíta manninum.

Leikurinn sjálfur byrjaði ótrúlega með snertimarki eftir upphafsspyrnuna sem hefur aldrei áður gerst í Super Bowl. Skömmu seinna kom annað flott snertimark en eftir það var þetta steindautt drasl. Rigning olli mörgum mistökum og leikurinn varð mjög hægur og vélrænn. Hálfleikssýningin kryddaði leikinn þó nokkuð. Það var hinn eini sanni Prins sem tróð upp. Hann endaði dagskrána á því að taka hið ljúfsára Purple Rain í rigningunni og purpuraupplýstri stúkunni við gríðarlegan fögnuð bæði viðstaddra á leiknum og í partýinu. Í það heila mjög skemmtileg upplifun.

Vonandi heldur maður áfram að vera svona duglegur.

Ég hvet fólk, sem áhuga hefur, að kíkja á myndasíðuna hans Rabba til að sjá þetta allt í myndmáli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home