Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Saturday, January 20, 2007

Gamalt og gott

Fjölmargir lesendur bjarna.com hafa komið að máli við mig og kvartað undan lágri pistlatíðni á síðunni. Oft er lítið við því að gera þar sem líf doktorsnemans getur orðið býsna þurrt í þó nokkurn tíma og þykir Bjarnanum þá oft skárra að birta ekkert heldur en að kreista blóð úr steini. Þar sem bjarna.com er hins vegar mjög umhugað um kröfuharða lesendur sína hefur verið ákveðið að brydda upp á ákveðinni nýbreytni. Á hverjum mánudegi verða héðan í frá birtar gamlar perlur Bjarnans af hinum Græna Skít heitnum eins og birgðir endast. Pistlarnir voru, eins og alþjóð veit, oft á tíðum algjörlega óborganlegir og verður síst of mikið að birta þá aftur marga hverja. Vonandi verður þetta lesendum bjarna.com einhver huggun þegar námið sverfur að og líf mitt verður leiðinlegra en Dr.Phil þáttur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home