Tónleikar með Justin Timberlake!
Ég var að koma af tónleikum í Madison Square Garden með hinum eina sanna JT. Þetta var mögnuð upplifun. Justin er án efa stærsta poppstjarnan í dag og sýndi í kvöld hvers vegna.
Við Rabbi vorum á leiðinni á tónleika með Margréti Eir niður í bæ í kvöld þegar Rabbi mundi eftir tónleikum með Justin Timberlake. Hann hafði reynt að fá miða á þá en það var löngu uppselt. Við ákváðum því að stoppa við í Madison Square Garden, á leiðinni til Margrétar, til þess að sjá hvort nokkuð væri mögulegt að fá miða fyrir utan. Eftir nokkrar samningaviðræður við nokkuð vafasama gaura og könnun á gæðum miðanna slógum við til. Margrét var því kvödd með söknuði og við röltum inn í höllina í miðjum hópnum af 15 ára stelpum.
Pink var á sviðinu þegar við komum í hús. Ég hef nú ekki mikið um hennar tónlist að segja en hún gerði ágætis loftfimleikashow með tveimur bikini-vinkonum sínum. Eftir að hún lauk sér af tók við millibilskafli á meðan sviðið var undirbúið fyrir JT. Allt í einu trylltist svo höllin og eftir að við náðum að átta okkur á því hvaðan mestu lætin komu sáum við að fasteignagreifinn Donald Trump var mættur við gríðarlegan fögnuð. Hann tók því ágætlega og þurfti í kjölfarið að sitja fyrir á nokkrum myndum og gefa eiginhandaráritanir. Aftur trylltist höllin og við staðsettum lætin og þá var Sean Puffy Puff Daddy P.Diddy Combs mættur á svæðið við svipaðan fögnuð og Trumparinn, enda menn með svipaðan bakgrunn.
Þá tók við nokkur bið en svo dimmuðust ljósin og komið var að því. Tónlistin hófst, crowd-ið trylltist og þá kom Justin upp úr sviðsgólfinu í hvítum jakkafötum og þakið ætlaði af húsinu. Hann byrjaði rólega, tók síðan sínar helstu partýbombur eins og Seniorita, SexyBack og fleiri lög sem heyrast á hverju kvöldi á Oliver. Síðan tók hann sér hlé og heitasti producerinn í dag, hinn íturvaxni Timbaland, þeytti skífur og glamraði. Þá mætti Justin aftur, spilaði nokkur af sínum hressari, róaði sig síðan niður í lögum eins og Cry Me a River. Undir blálokin tók hann síðan lag úr Saturday Night Live við gríðarlegan fögnuð. Það er lagið “Dick in a Box” sem hefur farið sigurför um netið og má meðal annars finna hérna á youtube.
Farinn í söng- og danstíma.
5 Comments:
hahaha. Ánægð með þig!
Ásta María
Er þetta hinn NÝJI Bjarni sem menn hafa beðið spenntir eftir?
Nýji Bjarni = 15 ára stelpa með Justin fever?
...nei ég bara spyr.
Gvendur
Voru þið Rabbmaster að fara saman að sjá hins íslensku missy Elliot, Margréti Eir?
Er allt önder kontról?
kv.
Dr. Jones í Köben
Ég er tilbúinn að prófa ýmislegt einu sinni og ég hafði heyrt góða hluti. Kannski er ég bara kominn í svona slæman félagsskap.
ég fór einmitt á JT tónleika í London og skemmti mér konunglega:) já, bjarni er orðinn svona skemmtilega metró. áður en maður veit af verður hann farinn að dásama cosmopolitans og blogga um þægindi þess að eiga "man-bag". ekkert nema gott um það að segja. kv, heddý
Post a Comment
<< Home