Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Thursday, April 19, 2007

Enn á ný í skotgröfunum

Ég hef nú ekkert tjáð mig hér í nokkurn tímann, eins og þeir þolinmóðu sem hingað hafa kíkt vita. Ástæðan er einföld. Ég geri ekkert þessa dagana nema læra og því frá litlu að segja. Síðustu vikur hafa flogið án þess að maður hafi tekið eftir þeim.

Mamma mætti með bæði páskasteik og páskaegg að heiman sem var krúsjalt fyrir lokasprettinn. Málshættirnir eru alltaf áhugaverðir. Ég fékk þessa:

“Sá er árla rís verður margs vís” – þörf ábending, ég reyni að forðast að vakna snemma ef ég get.

“Allt kann sá er hófið kann” – ég held að ég fylgi þessu enn sem komið er en alltaf gott að vera minntur á hinu sönnu gildi.

“Það læra börnin sem fyrir þeim er haft” – Sé ekki hvernig þetta tengist mér.

Eins og talnaglöggir sjá þá er ég búinn að háma í mig 3 páskaegg og var að fá það fjórða upp í hendurnar. Maður þarf alla orku sem maður getur náð sér í til að halda sér gangandi í lestrinum. Það verður síðan verkefni vorsins og sumarsins að skafa af sé prófapundin og skipta þeim út fyrir glansandi gulbrúna vöðva.

Var síðan að birta pistil á Deiglunni í dag um góðvin minn LÍN.

Meira var það ekki í bili.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home