Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Wednesday, April 25, 2007

Fyrsta prófið og nokkrir góðir dagar

“Eitt niður, þrjú eftir” svo hljóðar hin heilaga prófatalning þetta vorið. Og vorið er komið og nú í alvörunni! Um helgina voru 5 dagar í röð með sól, blíðu og 25 stiga hita. Hæst sleikti hitinn 30 stigin að neðan. Nú er reyndar undir 20 stigum og skýjahula yfir en þetta er greinilega allt að koma. Ég er búinn að hlaupa rykið af hlaupaskónum, tók þrjú hlaup í þessum steikjandi hita og væntingar eru um að lýsið muni renna nú á vordögum.

Hin heilaga íslenska kirkja gefur samkynhneigðum enn langt nef. Gott að eiga góða þjóðkirkju sem þjónar okkur öllum svo dyggilega. Ég er enn svo mikill klaufi að vera skráður í þetta batterí en það mun breytast í sumar.

Vil svo benda á pistil hjá Bjarrgna nafna mínum Harrrðarrsyni í dag. Hann er óttalegur landbúnaðarlurkur en það er sjaldan leiðinlegt að hlusta á hann og ratar oftar en ekki skemmtileg ræða á munn. Skemmtileg færsla hjá honum í dag: "Svo ergist hver sem eldist"

Ég vona að hann komist ekki á þing en það er ljóst að rifrildi þingmanna verða öllu betur mælt ef hann bætist í hópinn.

3 Comments:

At 6:26 PM, Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel í prófunum sem eftir eru.

 
At 7:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvenær mætir ljónið á klakann?

Skúli

 
At 7:59 PM, Blogger Bjarni Kristinn said...

Takk fyrir heillaóskirnar. Þær virkuðu a.m.k. að hluta þar sem mér gekk vel í prófi nr.2. Nú er bara að sjá hvað óskirnar drífa inn í 3. og 4. próf.

Heimkoma verður að óbreyttu að kveldi síðasta dags maí-mánaðar.

 

Post a Comment

<< Home