Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Tuesday, May 01, 2007

2 niður, 2 eftir

Þá er próf nr.2 búið. Niðurstöður úr fyrstu tveimur prófunum eru þegar komnar og eru jákvæðar sem gefur byr undir báða vængi í undirbúningnum fyrir seinni prófin tvö. Það verður þó æ erfiðara að sitja við eftir því sem nær dregur frelsinu. Veðrið er nú líka orðið fast í bongó-stillingunni. Það er yfirleitt sól og svona 20 stig þessa dagana. Ég ætla að reyna að nýta blíðuna með hlaupum á morgnana í lestrinum svona til að stemma að einhverju leyti stigu við fitusöfnun. Tók eitt hlaup í morgun í Central Park sem er að springa út þessa dagana. Vorlitadýrðin er glæsileg; bleik, hvít, gul blóm á trjánum með mismunandi blæbrigðum af grænum.

Ég mun ná að kjósa héðan úr Jórvíkinni Nýju og hvet ég alla til að kjósa líka eins og Íslendinga er hefðin. Muna svo að það er bannað að kjósa flokka sem byrja á F.

1 Comments:

At 4:48 AM, Anonymous Anonymous said...

Áfram með þetta!!!

Kveðja,
Jói Ara

 

Post a Comment

<< Home