Bjarni Kristinn Torfason

-Lítill strákur í stórborg

Wednesday, April 25, 2007

Fyrsta prófið og nokkrir góðir dagar

“Eitt niður, þrjú eftir” svo hljóðar hin heilaga prófatalning þetta vorið. Og vorið er komið og nú í alvörunni! Um helgina voru 5 dagar í röð með sól, blíðu og 25 stiga hita. Hæst sleikti hitinn 30 stigin að neðan. Nú er reyndar undir 20 stigum og skýjahula yfir en þetta er greinilega allt að koma. Ég er búinn að hlaupa rykið af hlaupaskónum, tók þrjú hlaup í þessum steikjandi hita og væntingar eru um að lýsið muni renna nú á vordögum.

Hin heilaga íslenska kirkja gefur samkynhneigðum enn langt nef. Gott að eiga góða þjóðkirkju sem þjónar okkur öllum svo dyggilega. Ég er enn svo mikill klaufi að vera skráður í þetta batterí en það mun breytast í sumar.

Vil svo benda á pistil hjá Bjarrgna nafna mínum Harrrðarrsyni í dag. Hann er óttalegur landbúnaðarlurkur en það er sjaldan leiðinlegt að hlusta á hann og ratar oftar en ekki skemmtileg ræða á munn. Skemmtileg færsla hjá honum í dag: "Svo ergist hver sem eldist"

Ég vona að hann komist ekki á þing en það er ljóst að rifrildi þingmanna verða öllu betur mælt ef hann bætist í hópinn.

Thursday, April 19, 2007

Enn á ný í skotgröfunum

Ég hef nú ekkert tjáð mig hér í nokkurn tímann, eins og þeir þolinmóðu sem hingað hafa kíkt vita. Ástæðan er einföld. Ég geri ekkert þessa dagana nema læra og því frá litlu að segja. Síðustu vikur hafa flogið án þess að maður hafi tekið eftir þeim.

Mamma mætti með bæði páskasteik og páskaegg að heiman sem var krúsjalt fyrir lokasprettinn. Málshættirnir eru alltaf áhugaverðir. Ég fékk þessa:

“Sá er árla rís verður margs vís” – þörf ábending, ég reyni að forðast að vakna snemma ef ég get.

“Allt kann sá er hófið kann” – ég held að ég fylgi þessu enn sem komið er en alltaf gott að vera minntur á hinu sönnu gildi.

“Það læra börnin sem fyrir þeim er haft” – Sé ekki hvernig þetta tengist mér.

Eins og talnaglöggir sjá þá er ég búinn að háma í mig 3 páskaegg og var að fá það fjórða upp í hendurnar. Maður þarf alla orku sem maður getur náð sér í til að halda sér gangandi í lestrinum. Það verður síðan verkefni vorsins og sumarsins að skafa af sé prófapundin og skipta þeim út fyrir glansandi gulbrúna vöðva.

Var síðan að birta pistil á Deiglunni í dag um góðvin minn LÍN.

Meira var það ekki í bili.

Friday, April 06, 2007

Páskar

Nú þegar hin heilaga páskahátíð er að ganga í garð er rétt að rifja upp gamlan og góðan páskaskít. Hann var birtur á páskum fyrir þremur árum síðan. Njótið heil.

Blanda af ofsteiktu grænmeti

Nú er páskahátíðin senn liðin en á páskunum minnumst við andláts Jesú og upprisu hans. Sumir halda upp á páskana með því að láta krossfesta sig, aðrir með því að éta páskaegg og flestir fagna fríinu sem páskunum fylgir. Þetta árið fékk píslargangan óvenjumikla athygli vegna myndar Mel Gibson, The Passion of the Christ. Ég sá hana og kíkti reyndar líka á mynd Monty Python, Life of Brian, sem fjallar um krossfestinguna á annan hátt. Með hugann svo fastan við píslargönguna fann ég umfjöllun um hana á stað sem ég reiknaði ekki með, í þungarokklagi.

Lagið sem um ræðir er vinsælt meðal ritstjórnar Skítsins og nefnist Chop Suey eftir System of a Down. Ég minntist á það í kommenti í síðustu viku en langaði til þess að útlista mínar pælingar um lagið. Textinn í heild sinni fylgir á eftir pistlinum en annars ætla ég bara að brjóta textann niður, kafla fyrir kafla (texti lagsins er skáletraður og á eftir fylgir túlkun), endurtekin textabrot eru ekki endurútskýrð.

Lagið hefst eftir að barsmíðum og pyntingum á Jesú hefur lokið og krossfestingin nálgast:

Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable

Verðirnir vekja Jesúm harkalega og segja honum háðskulega að drattast á lappir og gera sig snyrtilegan fyrir gönguna upp á Golgata, hann verði að fela örin sem hann fékk við pyntinguna. Lyklatilvísunina skil ég eins og að verðirnir séu að spyrja Jesúm hvers vegna í ósköpunum hann hafi gert handtökuna og refsinguna svona auðvelda. Í stað þess að neita sök og gangast við mannleika sínum, hvers vegna gefur hann tilefni til refsingar? Síðasta línan þarf svo vart skýringa við.

Því næst tekur Jesús við:

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die, Die.

Jesús áttar sig ekki alveg á því hvers vegna þessi fórn hans fær ekki þann skilning sem eðlilegt er. Hér kemur fram háðskuleg afstaða textahöfundar gagnvart Jesú sem kristallast í orðunum self righteous (sjálfumglatt), höfundi telur Jesúm greinilega vera of sannfærðan um eigið ágæti. Ég er ekki alveg pottþéttur á síðustu línunni en ég held að meiningin sé sú að Jesú hryggist þegar englar á borð við hann eru taldir eiga dauðann skilinn.

Síðustu tveir hlutarnir eru þeir sem komu mér á sporið varðandi efni textans og eru þeir báðir einræða Jesú við hinn almáttuga föður sinn:

Father, Father, Father, Father,
Father/ Into your hands/I/commend my spirit,
Father, into your hands,

Hér er bein biblíutilvitnun, t.d. stendur í Lúkasarguðspjalli, 23:46:

Then Jesus, crying with a loud voice, said, “Father, into your hands I commend my spirit.” Having said this, he breathed his last.

Hinn hlutinn:

Why have you forsaken me,
In your eyes forsaken me,
In your thoughts forsaken me,
In your heart forsaken, me oh,

Aftur bein biblíutilvitnun, Mattheus 27:46:

And about three o'clock Jesus cried with a loud voice, "Eli, Eli, lema sabachthani?" that is, "My God, my God, why have you forsaken me?"

Titilinn skil ég ekki alveg, en hann er nafn á kínverskum rétt sem er víst upprunninn í Bandaríkjunum og er blanda af ofsteiktu/ofsoðnu grænmeti. Ég sé ekki alveg tenginguna hér. Ef einhver hefur frekari skýringar við texta lagsins vil ég endilega heyra þær, enda búinn að pæla svolítið í þessu.

Góðar stundir.

Chop Suey
Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable

You wanted to,
Grab a brush and put a little makeup,
You wanted to,
Hide the scars to fade away the shakeup,
You wanted to,
Why'd you leave the keys upon the table,
You wanted to,

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die, Die,

Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable

You wanted to,
Grab a brush and put a little makeup,
You wanted to,
Hide the scars to fade away the shakeup,
You wanted to,
Why'd you leave the keys upon the table,
You wanted to,

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die
In my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die

Father, Father, Father, Father,
Father/ Into your hands/I/commend my spirit,
Father, into your hands,

Why have you forsaken me,
In your eyes forsaken me,
In your thoughts forsaken me,
In your heart forsaken, me oh,

Trust in my self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die,
In my self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die.

Wednesday, April 04, 2007

Deiglan

Ég birti pistil í dag á Deiglunni um vexti og verðbólgu sem menn gætu verið gríðarlega spenntir fyrir.

Monday, April 02, 2007

Íslenskt, já takk, styðjum hamingjusömu hóruna!

Lítið af mér að frétta, er á kafi í bókum. Tók mér reyndar frí á fimmtudag þegar Snæbjörn fór hér í gegn og á föstudagskvöld fór ég út með nokkrum íslenskum bankamönnum í Kobe-nautalund. Syndsamlega góður matur. En hvað um það, fyrst ekkert er af mér að frétta kemur pæling í staðinn:

Nú er búið að lögleiða vændi á Íslandi eins og flestir vita, sér í lagi lesendur Bjarna.com. Rökin fyrir því eru að minnka neyð vændiskvenna á Íslandi og gera þeim kleift að leita sér aðstoðar með sín vændiskonuvandamál. Hins vegar er ljóst að þetta hlýtur að auka vændi eitthvað. Búið er að stimpla þetta “í lagi” þótt auðvitað fylgi hóru jafnan hornauga. Því er spurningin: Mun þessi lögleiðing valda því að fleiri konur streyma frá Austur-Evrópu í vændi á Íslandi? Mun lögleiðingin því snúast upp í andhverfu sína?

Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að íslenskar konur fylli upp í það markaðsgat sem myndað hefur verið á vændismarkaðnum. Aðeins þannig mun eftirspurnin eftir erlendum vændiskonum ekki aukast. Það er ljóst að nú er loksins komið alvöru tækifæri fyrir hamingjusömu íslensku hóruna. Því hvet ég allar íslenskar konur sem verju geta valdið að drífa sig út á markaðinn, stöllum sínum í austri til varnar. Að sjálfsögðu hvet ég líka alla vændisleitendur líka til þess að velja íslenskt. Það er enda vel þekkt að íslenska vændiskonan er afbragðsvændiskona enda alin á íslensku lambakjöti í marga ættliði aftur.

Það var vel við hæfi að ég held að ég hafi einmitt rekið augun í vændi í New York í fyrsta skipti á leiðinni í Kobe-kjötið á föstudaginn. Þar virtist vera á ferð nokkuð stór karlmaður klæddur í lítinn topp og stutt pils sem leiddur var eitthvert af litlum skömmustulegum gaur.